Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

25. janúar 2022

Á góðar minningar úr Ungmennabúðum UMFÍ

Tónlistarkonan Bríet er óumdeilanlega meðal vinsælasta tónlistarfólks landsins, enda hafa lög hennar verið svo til einráð á vinsældalistum á árinu. Bríet man vel eftir því þegar hún var í Ungmennabúðum UMFÍ í 9. bekk.

25. janúar 2022

Slakari reglur um sóttkví

Breytingar verða á reglum á sóttkví á miðnætti í kvöld, aðfaranótt 26. janúar 2022. Einstaklingar sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður frá og með morgundeginum ekki lengur skylt að fara í sóttkví. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.

21. janúar 2022

Styttist í Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi

„Undirbúningur er í fullum gangi í þriðja sinn enda hillir í að nú verði loksins hægt verði að halda Landsmót UMFÍ 50+,“ segir Flemming Jessen, formaður framkvæmdanefndar mótsins í Borgarnesi. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 24. - 26. júní í sumar.

19. janúar 2022

Komdu og vertu með í Ungmennaráði UMFÍ

Nú er lag að sækja um og vera með í Ungmennaráð UMFÍ 2022 - 2023. UMFÍ óskar eftir tilnefningum og umsóknum í Ungmennaráð UMFÍ fyrir árin 2022 - 2023. Ungmennaráð UMFÍ er skipað níu ungmennum á aldrinum 16 - 25 ára víðs vegar af landinu. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2022.

14. janúar 2022

Slöbbum saman!

Slöbbum saman er skemmtilegt og spennandi samstarfsverkefni sem UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknisembættið og Sýn fara nú af stað með og miðar að því að fá fólk til að hreyfa sig. Verkefnið hefst í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni laugardaginn 15. janúar og mun standa til þriðjudagsins 15. febrúar

14. janúar 2022

Íþróttakeppnir heimilar án áhorfenda

Sóttvarnaráðstafanir verða hertar til muna á miðnætti. Almennar samkomutakmarkanir fara úr tuttugu manns í tíu og 2 metra nálægðarmörk ásamt grímuskyldu verða enn í gildi. Íþróttakeppnir eru áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.

11. janúar 2022

Sömu samkomutakmarkanir í þrjár viku í viðbót

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tillögu sóttvarnarlæknis að núgildandi takmarkanir á samkomum innanlands verði framlengdar um þrjár vikur eða til 2. febrúar 2022. Núgildandi reglur áttu að renna út á miðnætti miðvikudaginn 12. janúar.

10. janúar 2022

UMFÍ greiðir út 40 milljónir króna

Íslensk getspá hefur ákveðið að greiða eigendum sínum 300 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðrar afkomu af lottóspili á síðasta ári. UMFÍ á 13,33% hlut í fyrirtækinu og fær í ljósi þess rétt tæpar 40 milljónir króna. Upphæðin fer að nær öllu leyti til sambandsaðila UMFÍ.

06. janúar 2022

Íþróttafólk kennir réttu tökin í eldhúsinu

Íþróttafólk hefur um fáar leiðir að velja þegar það vill fræðast um réttu næringuna. Knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir segir mikla áherslu hafa verið lagða á líkamlega fræðslu. Nú sé kominn tími á næringuna. Lykillinn að góðum árangri sé í eldhúsinu og hjá íþróttamanninum sjálfum.