Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

05. janúar 2022

Nú geturðu sótt um styrk í dönskum lýðháskóla!

UMFí veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir vorönn 2022. Markmiðið með styrknum er að veita ungu fólki tækifæri til að víkka út sjóndeildarhring sinn og prófa eitthvað alveg nýtt.

30. desember 2021

Dásamlegt að deila hlaupagleði með öðrum á Höfn

Ástríðuhlauparinn Helga Árnadóttir stofnaði hlaupahóp á Höfn í Hornafirði í haust í samstarfi við Ungmennafélagið Sindra. Nú eru í hópnum 40 hlauparar sem hlaupa þrisvar í viku. Hlaupahópurinn býður gestum að koma og spretta með úr spori í búningum á Höfn nú á Gamlársdag.

25. desember 2021

Síðasta tölublað Skinfaxa 2021 komið út!

Þetta eru nú meiri jólin! Aldeilils spennandi. UMFÍ bætir hér síðustu jólagjöfinni í pakka landsmanna því nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er öðru hvoru megin við bréfalúgu dyggra áskrifenda og stuðningsfólks ungmennafélagshreyfingarinnar.

23. desember 2021

Við erum komin í jólafrí

Við erum komin í jólafrí. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á umfi@umfi.is. Við mætum aftur hress og kát 3. janúar 2022.

22. desember 2021

Ásmundur Einar: Skoðar framlengingu á úrræðum fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

„Þetta verður samvinnuverkefni okkar allra. Við munum vakta hvaða tæki og tól vantar til að halda starfseminni gangandi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hann fundaði með forsvarsfólki í íþrótta- og æskulýðsstarfi vegna sóttvarnaaðgerða í dag.

22. desember 2021

Úthlutað úr Afrekssjóði UMSK

UMSK greiddi í vikunni styrki upp á rúmar 2,5 milljónir króna úr Afrekssjóði til íþróttafólks innan sambandsins sem tekið hefur þátt í mótum á erlendri grund.

21. desember 2021

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu

Nýjar og hertar sóttvarnareglur taka gildi á Þorláksmessu og verða í gildi næstu þrjár vikurnar. Samkvæmt þeim mega aðeins 20 koma saman og gæta þess að tveir metrar eru á milli fólks. Grímuskylda er líka tekin upp. Íþróttaæfingar- og keppni eru áfram heimilaðar.

12. desember 2021

Bryndís, Stefán og Andrea verðlaunahafar Forvarnardagsins

Bryndís Brá, Stefán Freyr og Andrea Erla unnu öll þrjú til verðlauna í verkefnum tengdum Forvarnardeginum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðalega athöfn á Bessastöðum í gær. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, var viðstaddur afhendinguna.

06. desember 2021

Uppistandari með skipstjórnarréttindi í Ungmennabúðum UMFÍ

Heilmiklar breytingar urðu á skipulagi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni í haust. Sigurður Guðmundsson tók við sem forstöðumaður búðanna út skólaárið auk þess sem tómstunda- og félagsmálafræðingarnir Halldóra Kristín Unnarsdóttir og Ingveldur Gröndal bættust í hóp frábærra starfsmanna.