Allar fréttir
07. október 2020
Forvarnardagurinn: Hvetjum börn og ungmenni til þátttöku í skipulögðu starfi
„Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins. Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í tilefni af Forvarnardeginum sem er í dag.
06. október 2020
Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu loka 7. október
Vegna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, frá og með miðvikudeginum 7. október.
06. október 2020
Hertar aðgerðir á íþróttastarfi taka gildi á höfuðborgarsvæðinu
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi 7. október. Íþróttir innandyra eru óheimilar og takmarkanir settar við íþróttum utandyra. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.
04. október 2020
100 áhorfendur leyfðir á leikjum utandyra en engir innandyra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólahaldi. Ýmsar takmarkanir eru á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hömlurnar ná ekki til leik- og grunnskóla og því getur starfsemi í Ungmennabúðum UMFÍ haldið áfram með óbreyttu fyrirkomulagi.
03. október 2020
Ungmennabúðir UMFÍ starfa með óbreyttu sniði þrátt fyrir hertar reglur
Hertar samfélagslegar aðgerðir yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu hafa ekki áhrif á starf í leik- og grunnskólum og verða Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni því áfram opnar og gengur starfið þar sinn vanagang.
03. október 2020
Aðgerðir hertar vegna COVID 19
Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaleikjum, eins metra nándartakmörkun verður í búningsklefum og öðrum svæðum íþróttafólks og skal sótthreinsa keppnisáhöld á milli notenda. Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns.
02. október 2020
Foreldrar verði ekki viðstaddir æfingar barna á höfuðborgarsvæðinu
Á vikulegum fundi stjórnenda íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í gær var ákveðið að auka aðgát í íþróttahúsum sveitarfélaganna og grípa til ýmissa ráðstafana fyrir utan hefðbundnar sóttvarnir.
02. október 2020
Austfirðingar gæti sín á höfuðborgarsvæðinu
Almannavarnir á Austurlandi vekja athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem ferðast til höfuðborgarsvæðisins að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma til að gera slíkt hið sama.
01. október 2020
Mælt fyrir breytingum á skattaumhverfi félagasamtaka
Mælt er fyrir miklum breytingum á skattalegu umhverfi félaga í þriðja geiranum í nýju fjárlagafrumvarpi og fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta ánægjulegt, gagnast öllum íþrótta- og ungmennafélögum og koma samfélaginu til góða.