Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. september 2020

Hlynur Snær í stjórn NSU

Hlynur Snær Vilhjálmsson var á dögunum kosinn í stjórn Norrænu æskulýðssamtakanna (NSU). Hlynur situr í stjórn NSU fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ og tekur þar sæti Kolbrúnar Láru Kjartansdóttur, fyrrverandi formanns Ungmennaráðs UMFÍ.

30. september 2020

Flott heilsuefling fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi

„Það er æðislegt þegar við köstum út boltum að fólk í félögunum grípa þá og búa til svona frábært verkefni,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. UMSK ásamt Kópavogsbæ, Breiðabliki, Gerpu og HK ásamt Háskólanum í Reykjavík eru að hleypa af stokkunum verkefninu Virkni og vellíðan.

29. september 2020

HSK hvetur aðildarfélög til að hafa auga með brottfalli barna

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) hefur sent aðildarfélögum sambandsins bókun og skorar á þau að huga vel að börnum og unglingum á þessum óvissutímum Covid-19 faraldurins.  Í bókuninni segir að ljóst sé að faraldurinn geti haft veruleg áhrif á allt íþrótta-og tómstundastarf félaganna.

28. september 2020

Íþróttir leyfðar áfram ef sérsamband hefur sett sér reglur

Íþróttir eru leyfðar áfram svo framarlega sem sérsambönd hafi gert sér reglur, með samþykki sóttvarnayfirvalda, er varða æfingar og keppni í sinni grein. Áfram miðast hámarksfjöldi áhorfenda við 200 einstaklinga í rými og þarf að tryggja eins metra nándartakmörk.

25. september 2020

Auknar ráðstafanir í íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Áhorfendur eru óheimilir á leiki og æfingar barna og þess óskað að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barnanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins sendi fulltrúum sveitarfélaga í dag.

23. september 2020

Nemendur kátir í Ungmennabúðum UMFÍ

Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru í fullum gangi og allir kátir alla daga. Starfsemi í búðunum fer fram í samræmi við tilmæli við yfirvalda og er UMFÍ með staðfestingu frá sóttvarnalækni þess efnis.

22. september 2020

Netnámskeiðið Verndum þau 1. október næstkomandi

Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að geta lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi. Æskulýðsvettvangurinn býður 1. október upp á netnámskeiðið Verndum þau. Þar er kennt hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum.

18. september 2020

Óvenjulegt ársþing hjá HSK

46 manns mættu á 98. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðsins (HSK) haldið var á Hvolsvelli í gær, fimmtudaginn 17. september. Fámennara héraðsþing hefur ekki verið haldið síðan árið 1959 og þingin vart styttri. Þing HSK tók aðeins klukkustund og kortér.

18. september 2020

Frímann hjá ÍBR: Styrkir til íþróttafélaga er hvatning fyrir aðra

„Styrkir Reykjavíkurborgar til íþrótta- og æskulýðsfélaga er mikil hvatning fyrir önnur sveitarfélög. Við könnuðum stöðuna hjá félögunum í apríl. En ýmislegt hefur breyst síðan þá, þannig að við þurfum að taka púlsinn aftur,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri ÍBR.