Allar fréttir
17. september 2020
Ástþór Jón: Við þurfum fjölbreytt námsval
„Við þurfum fjölbreyttan skóla, námsval og margbreytileika. Það er ekki endilega víst að það bæti nokkuð að skera I burt valgreinar í skólum fyrir börn og ungmenni,‟ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, í ávarpi sínu við setningu ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði.
17. september 2020
Forseti Íslands: Listin að læra af liðinni tíð
„Það sem þið takið ykkur fyrir hendur á að vera erfitt. Ef það er ekki erfitt, þá er það ekki þess virði að taka eitthvað að sér,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann hélt ávarp við setningu ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir í Hörpu.
16. september 2020
Jón í KVAN: Mikil orka í ungu fólki
„Það kemur mér alltaf á óvart hversu mörg ungmenni eru að huga að því hvernig þau geti eflt sína jákvæðu leiðtogahæfileika,‟ segir fyrirlesarinn Jón Halldórsson hjá KVAN. Hann verður með erindi á Ungu fólki og lýðræði sem fram fer í Hörpu. Forseti Íslands og borgarstjórinn setja ráðstefnuna.
16. september 2020
Soffía: Öðlast dýrmæta reynslu í Ungmennaráði UMFÍ
„Ég hef aldrei áður komið á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og verður þetta fyrsta skiptið. En ég hef tekið þátt í undirbúningnum. Í Ungmennaráði UMFÍ hef ég líka öðlast reynslu sem erfitt er að fá annars staðar,“ segir Soffía Meldal Kristjánsdóttir, sem situr í Ungmennaráði UMFÍ.
12. september 2020
Ástþór í ungmennaráði UMFÍ: Ungt fólk hefur áhrif!
„Ungt fólk vill hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Áhrif COVID-19 á málefni ungs fólks eru auðvitað gríðarleg. En okkur stendur ekki á sama. Þótt heimsfaraldur geysi þá kýs ungt fólks að hittast, ræða saman og reyna að hafa jákvæð áhrif á líf sitt,‟ segir Ástþór Jón, formaður Ungmennaráðs UMFÍ.
12. september 2020
Sjálfboðaliðar byggðu íþróttahús sem vekur eftirtekt
Ný viðbygging við íþróttahúsið á Egilsstöðum var opnað með formlegum hætti í dag. Íþróttafélagið Höttur byggði húsið í samvinnu við sveitarfélag Fljótdalshéraðs. Það er þúsund fermetrar að stærð og sérstaklega ætlað fyrir fimleika og frjálsar íþróttir.
11. september 2020
UMFÍ spennt fyrir verkefninu Allir með í Reykjanesbæ
„Við erum mjög spennt,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Ungmennafélag Íslands, Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur taka þátt í samfélagsverkefninu Allir með! í Reykjanesbæ.
11. september 2020
Stjórn UMFÍ og Ungmennaráð UMFÍ funda saman í fyrsta sinn
Tímamót urðu í dag þegar Ungmennaráð UMFÍ og stjórn UMFÍ funduðu í fyrsta sinn saman. Mikil ánægja var með þennan sameiginlega fund. Á fundinum ræddu stjórn og Ungmennaráð á hreinskilin hátt um störf beggja og með hvaða hætti ungmennaráð og stjórnin geta unnið nánar saman í framtíðinni.
09. september 2020
40% afsláttur af flugfargjöldum með Loftbrú
Allir íbúar landsbyggðarinnar sem eiga lögheimili í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eiga þess frá og með deginum í dag að fá 40% afslátt af flugfargjöldum til höfuðborgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Verkefnið heitir Loftbrú.