Allar fréttir
08. september 2020
Elísa Viðarsdóttir: Hvetur annað íþróttafólk til að gefa ónotaða íþróttaskó
„Við áttum fullt af ónotuðum skóm og vildum halda boltanum á lofti sem Snorri Steinn kastaði í síðustu viku,“ segir knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður í meistaraflokki kvennaliðs Vals. Hún og liðsfélagar hennar hafa gefið um 30 pör af íþróttaskóm. Hún hvetur annað íþróttafólk til þess.
04. september 2020
Óttast að rekstur ungmenna- og íþróttafélaga verði þungur
Stjórn UMFÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að styðja við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Stjórnin hefur áhyggjur af erfiðari rekstrarskilyrðum sambandsaðila sinna og aðildarfélaga þeirra.
04. september 2020
Eins metra regla í stað tveggja metra
Sóttvarnaráðstafanir verða rýmkaðar frá og með mánudeginum 7. september næstkomandi. Þá mega 200 manns koma saman en áður máttu 100 manns koma saman. Eins verður tekin upp eins metra regla í stað tveggja metra reglunnar.
03. september 2020
Hvetur háskólanema til að sækja um í Íþróttasjóð
„Það er draumur minn að íþróttanefnd ríkisins styðji enn betur við grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar. Fræðslustarf og rannsóknir eru að mínu mati besti stuðningurinn við starfið,“ segir Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar ríkisins. Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð.
03. september 2020
Ríkið styrkir íþróttastarf um 150 milljónir
ÍSÍ tilkynnti í dag um greiðslu rúmlega 150 milljóna króna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps eða tekjufalls vegna viðburða sem hætt var við af völdum COVID-19 faraldursins í vor og sumar. Fulltrúi UMFÍ var í vinnuhópi um útdeilingu fjárins.
03. september 2020
Gildi UMFÍ endurspeglast í samfélagsverkefni í Reykjanesbæ
Samfélagsverkefninu Allir með var hleypt af stokkunum í Reykjanesbæ í dag. Ungmennafélögin í Reykjanesbæ leiða verkefnið með sérfræðingum KVAN og sveitarfélaginu. UMFÍ. Þar er hugað að velferð barna og einblínt á þátttöku allra í samfélaginu.
02. september 2020
Ungt fólk og lýðræði í einn dag í september
Allt er þegar þrennt er! Dagsetning Ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði hefur breyst enn eina ferðina. Nú verður þessi gríðarlega vinsæla og gagnlega ráðstefna í einn dag í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Hörpu fimmtudaginn 17. september.
01. september 2020
Snorri Steinn gefur íþróttaskó úr safni sínu
„Konan mín er búin að segja mér að gefa skóna í þónokkurn tíma. Og nú geri ég það loksins,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, handboltaþjálfari hjá Val. Hann mætti í Hlíðarenda í dag með talsvert magn af ónotuðum og lítið ónotuðum litríkum handboltaskóm úr safni sínu og gefur þeim sem vilja.
28. ágúst 2020
Gunnar endurkjörinn formaður UÍA
Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður á þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) sem fram fór síðdegis í gær. Á sama tíma fóru þær Auður Vala og Pálína úr stjórninni. Inn komu þær Þorbjörg úr Neskaupstað og Þórunn María frá Fáskrúðsfirði. Þing UÍA var haldið með fjarfundabúnaði.