Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

25. ágúst 2020

Nú er opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Opnað var í dag fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, meðal annars með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

25. ágúst 2020

Allar íþróttir leyfðar

Allar íþróttir eru almennt leyfðar samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar. Allar íþróttir eru leyfðar samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar.

20. ágúst 2020

Auður Inga og Lárus á samráðsfundi stjórnvalda

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, unnu saman í vinnuhópi á samráðsfundinum Að lifa með veirunni sem fram fór í dag. Það var heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið sem efndi til fundarins.

17. ágúst 2020

Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni í september

Við lifum á aldeilis sérkennilegum tímum. Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor. Það gekk auðvitað ekki vegna samkomubannsins og henni frestað. Nú skellum við okkur í þetta! Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin á Laugarvatni dagana 16. – 18. september.

14. ágúst 2020

Gissur: Við þurfum að standa saman

„Þetta er auðvitað áfall fyrir félagið. En við metum samfélagslega ábyrgð okkar í þessu ástandi meiri en einstaka viðburði. Við erum öll í þessum saman,“ segir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss. Sambandsaðilar UMFÍ hafa þurfti að fresta fjölda viðburða.

12. ágúst 2020

Snertingar heimilar á æfingum og í keppnum íþróttafólks

Nýjar reglur um takmörkun á samkomum vegna COVID-19 taka gildi föstudaginn 14. ágúst 2020. Helsta breytingin er sú að þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum.

04. ágúst 2020

Þjónustumiðstöð UMFÍ komin úr sumarfríi

Vakin er athygli á því að þjónustumiðstöð UMFÍ er opin á ný eftir sumarfrí. Sjáumst kát og hress og full af ungmennafélagsanda.

31. júlí 2020

Ítarleg tilmæli yfirvalda um íþróttastarf fullorðinna

Tilmæli hafa borist frá yfirvöldum um áhrif hertra aðgerða á íþróttastarf fullorðinna (þ.e. þeirra sem eru fæddir árið 2004 og eldri). Mælt er til þess að gera hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst. Snertilausar íþróttir mega halda áfram eftir því sem hægt er.

30. júlí 2020

Hertari aðgerðir vegna COVID-19

Ríkisstjórn Íslands hefur boðað hertari aðgerðir til að sporna gegn COVID-19 og taka þær gildi á hádegi á morgun, föstudaginn 31. júlí. Fjöldatakmörkun miðast við 100 einstaklinga í stað 500 áður.