Fara á efnissvæði
02. ágúst 2023

Nú geturðu skoðað liðin á Unglingalandsmóti

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ geta nú skoðað lið og stöðu þeirra á mótinu ásamt því að sjá upplýsingar um tíma- og staðsetningu leikja.  

Til þess að finna liðið þitt byrjar þú á að smella á íþróttagrein og síðan á aldursflokk.  

Þar er hægt að velja um umferðir, stöðu eða lið til þess að sjá nánari upplýsingar um liðin og tíma- og staðsetningar leikja.  

Á mótinu er leikið eftir svokölluðu Monrad-kerfi. Kerfið gengur út á sjálfvirka geturöðun. Í fyrstu umferð er liðum raðað saman handahófskennt og spila lið tiltekinn fjölda leikja á hverju móti. 

Smelltu hér til þess að sjá liðsskráningar.