Allar fréttir

26. júlí 2022
Í hverju ætlar þú að keppa?
Spennan er orðin gríðarleg fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina og margir sem ætla að prófa fjölda af nýjum greinum. Enda um meira en 20 greinar að velja. Við höfum nú framlengt frest til að skrá sig í greina á mótinu og verður nú tækifæri til að gera það til hádegis á fimmtudag.

25. júlí 2022
Eva María: Allir ættu að upplifa að fara á Unglingalandsmót UMFÍ!
„Það var aldrei spurning að fara á Unglingalandsmót hjá okkur, þetta var bara sjálfsagður hlutur, rétt eins og jólin. Þetta var ekki bara íþróttakeppnin heldur líka tónleikarnir á kvöldin og stemningin á tjaldsvæðinu,“ segir Eva María Baldursdóttir frá Selfossi.

24. júlí 2022
Ertu búin/n að skrá þig á Unglingalandsmót UMFÍ?
Skráning er nú í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst þarf að greiða þátttökugjald og síðan skrá í greinar. Hér eru leiðbeiningar.

23. júlí 2022
Strandblakvöllur lítur dagsins ljós á Selfossi
„Við erum búin að snyrta allt íþróttasvæðið,“ segir Ásgeir Hilmarsson hjá PRO-görðum á Selfossi. Ásgeir vinnur með fjölskyldu sinni að því að gerð svæðis í vikunni sem rúmar strandblak og strandhandbolta á Unglingalandsmótinu á Selfossi. Eftir helgi verður völlurinn tyrfður og mörk sett upp.

22. júlí 2022
Eldgos og flugeldasýning þema kökuskreytinga í ár
Kökuskreytingar eru ein af vinsælustu greinunum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar. Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.

21. júlí 2022
Allt um Unglingalandsmótið í glæsilegu sérblaði
Glæsilegt sérblað um Unglingalandsmót UMFÍ fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar umfjöllun um mótið, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifar um það og viðtöl við fjölda fólks, bæði þátttakendur sem hafa komið á mótin, mæður sem hlakkar til að fara á mótið á Selfossi og skipuleggjendur.

21. júlí 2022
Glæsilegasta tónleikadagskráin er á Unglingalandsmótinu
„Það er bókað að þetta er vandaðasta og flottasta dagskrá sem ég hef séð á Unglingalandsmóti UMFÍ. Enda þarf hún að vera flott eftir tveggja ára hlé,“ segir Einar Björnsson hjá Viðburðastofu Suðurlands en hann sér um skipulagningu og dagskrá tónleikana sem í boði eru öll kvöldin á mótinu.

20. júlí 2022
Unglingalandsmót UMFÍ: Hver er uppáhalds greinin þín?
Biathlon eða hlaupaskotfimi er ein af rúmlega 20 greinunum sem verður keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina á Selfossi. Þátttakendur á aldrinum 15-18 ára geta keppt í hlaupaskotfiminni þar sem skotið verður af rafbyssum og sprett úr spori.

19. júlí 2022
Keppt í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ
„Það verður íþróttaandi á Selfossi og við trúum því að það verði til mörg vinaböndin eftir þessa helgi,“ sagði Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppt verður í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Aron segir þetta fagnaðarefni.