Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

19. júlí 2022

Leikum okkur á gönguferðum um landið

Göngum um Ísland er stórskemmtilegt átaksverkefni UMFÍ og visir.is í samstarfi við Optical Studio. Átakið hófst 15. júlí síðastliðinn og verður það í gangi fram að verslunarmannahelgi. Um er að ræða leik að allir sem vilja og hafa tök á geta tekið þátt í.

12. júlí 2022

Birnir, Bríet, Stuðlabandið og Jón Jónsson á Unglingalandsmóti

Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11-18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin – öll kvöldin sem Unglingalandsmótið stendur yfir. Á mótinu nú spila Bríet, Frikki Dór og fleiri.

06. júlí 2022

Nú geturðu skráð ykkur á Unglingalandsmót UMFÍ 2022!

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótshaldari er Héraðsambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg.

01. júlí 2022

Opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmót 5. júlí

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur ekki verið haldið síðastliðin tvö ár og því mikið gleðiefni að það geti loksins farið að rúlla af stað. Opnað verður fyrir skráningu á Unglingalandsmót þriðjudaginn 5. júlí næstkomandi.

01. júlí 2022

Þorvaldsdalsskokkið er elsta óbyggðahlaup landsins

Þorvaldsdalsskokkið verður haldið á svæði Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á morgun. Hlaupið hefur farið fram árlega síðastliðin 29 ár og er það elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Þorsteinn Marinósson, framkvæmdastjóri UMSE, er ánægður með þátttökuna.

28. júní 2022

Gönguleiðir eru fornleifar sem þarf að nota

„Ég byrjaði að ganga með ömmu minni þegar ég var á leikskólaaldri. Amma var mikið fyrir útiveru og hún lífgaði upp á göngurnar með sögum af landinu. Ég reyni að miðla því áfram í Wappinu,“ segir göngugarpurinn Einar Skúlason. Viðtalið við Einar birtist í nýjustu Göngubók UMFÍ sem var að koma út.

27. júní 2022

Gunnar Örn: Mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir

„Ég elska stígvélakastið…. og mótið! Þetta er allt svo ægilega gaman,“ segir skipasmiðurinn og íþróttakappinn Gunnar Örn Guðmundsson. Hann skráði sig í næstum því allar greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi um helgina og átti góðu gengi að fagna í mörgum þeirra.

27. júní 2022

Hlaupum saman inn í haustið í Boðhlaupi BYKO

Aðstandendur og bakhjarlar Boðhlaups BYKO hafa ákveðið að færa viðburðinn til fimmtudagsins 1. september næstkomandi. Nú þegar hlaupið hefur verið fært til 1. september geta allir hlaupahópar farið að máta hlaupaskóna. Boðhlaup BYKO er fyrirtaks viðburðum fyrir fyrirtæki, saumaklúbba og vinahópa.

26. júní 2022

Ráðherra meiddist í göngufótbolta

Guðlaugur Þór Þórðarson tognaði eftir hælspyrnu þegar hann tók þátt í göngufótbolta á eldhressum og spennandi leik á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi í dag. Tveir meiddust í leiknum og varð því að hætta keppni. Mótið hefur að öðru leyti gengið ljómandi vel. Því var slitið um tvöleytið í dag.