Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

20. júlí 2023

Keppendur hugsi út fyrir kassann í kökuskreytingum

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Þemað í skreytingunum þetta árið er fjölbreytileiki. „Keppendur þurfa að hugsa út fyrir kassann,“ segir bakarameistarinn Róbert Óttarsson.

18. júlí 2023

Ekta íslensk sveitaballastemning með Danssveit Dósa

„Við erum ekta íslenskt sveitaballaband og spilum lög sem okkur finnast skemmtileg, lög með hljómum, laglínum og lög sem virkilega er hægt að syngja með,‟ segir Sæþór Már Hinriksson, sjálfur hljómsveitarstjórinn Dósi í hinni skagfirsku Danssveit Dósa.

13. júlí 2023

Góð skráning á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráning gengur afar vel á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir þátttakendur 11-18 ára og fjölskyldur þeirra. Ljóst er að mótið verður fjölmennt og afar skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Nóg verður um að vera, fjöldi íþróttagreina í boði á daginn og tónleikar á hverju kvöldi.

11. júlí 2023

Prumpandi einhyrningar á Unglingalandsmóti UMFÍ

Afar vinsælt er hjá þátttakendum á Unglingalandsmóti UMFÍ að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Margir búa til skemmtileg nöfn á liðin eins og Prumpandi einhyrningar, Sveppasulturnar, Ofurhetjurnar, Bónusgrísirnir, Bakkbræður, Rothöggið og mörg fleiri.

10. júlí 2023

Kenndi Neymar og Messi - kemur á Unglingalandsmót

„Ég hlakka til að koma og kenna fótboltalistir með frjálsri aðferð (e. freestyle football) á Unglingalandsmótinu. Þar munu þátttakendur læra ýmsa tækni til að nýta líkamann við að halda fótbolta á lofti. Tæknin nýtist líka vel í knattspyrnuleikjum,“ segir Andrew Henderson.

07. júlí 2023

Opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ

Við erum búin að opna fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ. Þetta er sannkölluð veisla því á mótinu er boðið upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skrá sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur því sunnudaginn 6. ágúst.

23. júní 2023

Hvar verður Unglingalandsmótið árið 2025?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um að halda Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.

28. desember 2022

Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að því í gegnum árin að safna saman efni sem tekið hefur verið upp á Landsmótum UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og síðasta stigamótið á Selfossi árið 2013.

02. ágúst 2022

Hvernig var upplifun þín á Unglingalandsmóti UMFÍ?

Nú er stórskemmtilegt Unglingalandsmót UMFÍ að baki. En hvernig fannst þér? Okkur langar til að vita hvernig þú upplifðir mótið, hvað var gott, hvernig var og hvað má gera betur. Nú hefur þú og þínir tækifæri til að hjálpa til við að gera Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki enn betra.