Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

24. júlí 2022

Ertu búin/n að skrá þig á Unglingalandsmót UMFÍ?

Skráning er nú í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst þarf að greiða þátttökugjald og síðan skrá í greinar. Hér eru leiðbeiningar.

21. júní 2018

Garðar er verkefnastjóri Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn

„Við erum klár fyrir Unglingalandsmót í Þorlákshöfn og erum að ljúka við skipulagningu skemmtidagskrárinnar,“ segir íþróttafræðingurinn Garðar Geirfinnsson, sem nýverið tók til starfa sem verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

05. ágúst 2017

Lögreglan hefur ekkert að gera á Egilsstöðum

Gestir og þátttakendur Unglingalandsmóts UMFÍ eru til fyrirmyndar. Lögreglan hefur ekki orðið vör við nein vandræði. Ekki hefur verið vart við ölvun, enginn hefur verið handtekinn, enginn gist fangageymslur og enginn til vandræða.

05. ágúst 2017

Elva Dögg í fyrsta sæti í skotfimi

Elva Dögg Ingvarsdóttir bar sigur úr býtum í keppni í skotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær. Elva Dögg er 15 ára og næstyngsti keppandinn í skotfimi af þeim sex sem þátt tóku í greininni. Elva Dögg er lengst til vinstri á myndinni.

05. ágúst 2017

Keppt í bogfimi í dag

Keppt verður í bogfimi í reiðhöllinni á Iðavöllum í dag, laugardag, á milli klukkan 16:00 til 18:00. Keppendur í bogfimi þurfa að mæta með sinn eigin boga. Á morgun, sunnudaginn 6. ágúst, verður svo kennsla á milli klukkan 13:00 til 16:00 við Skattstofuna gegnt Egilsstaðastofu.

05. ágúst 2017

Góður laugardagur framundan

Laugardagurinn 5. ágúst byrjar vel. Dagurinn hefst með hláturjóga og morgunsprelli á tjaldsvæði mótsgesta og keppenda. Síðan hefst keppni í mörgum greinum. Best er að fylgjast með breytingum á dagskrá á upplýsingarsíðu Unglingalandsmóts UMFÍ.

04. ágúst 2017

Mótsgestir kæla sig í Eyvindará

Það er gott að geta kælt sig niður. Það kunna þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ. Þegar nokkrir keppendur luku leikjum sínum í knattspyrnu og körfuknattleik í dag fóru þau í Selskóg og kældu sig niður með því að hoppa í Eyvindará.

04. ágúst 2017

Veigar fór völlinn á 86 höggum

Þóra Björg Yngvadóttir úr HSK, Brimar Jörvi Guðmundsson úr UMSE, Veigar Heiðarsson úr UMSE og Gunnar Einarsson, UÍA, urðu í fyrstu sætum í sínum aldursflokkum í keppni í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær.

04. ágúst 2017

Amma skemmtir sér í ringó

Börn og ungmenni og ömmur skemmtu sér konunglega þegar ringó var kynnt fyrir gestum Unglingalandsmóts UMFÍ í Bjarnadal á Egilsstöðum í dag.