Öllum flokkum
24. febrúar 2023
Dagný Finnbjörnsdóttir: Öflug og samræmd íþróttahéruð
„Stjórn HSV er sammála um að fækka þurfi samböndum og efla þau. Landfræðilega erum við ekki með tillögu að útfærslu eða hvaða leið sé best,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, spurð út í vangaveltur um mögulegar breytingar á skipan íþróttahéraða. Hér er fjallað ítarlega um málið.
23. febrúar 2023
Ungmennaráð UMFÍ og Ungmennaráð Grafarvogs funda saman í fyrsta sinn
Bryddað var upp á nýjungar og samvinnu hjá Ungmennaráði UMFÍ sem fram fór í gær. Þjónustumiðstöð UMFÍ flutti nýverið á nýjan stað í Íþróttamiðstöðinni við Engjaveg í Reykjavík og er þar enn verið að innrétta. Fundaraðstaðan er því takmörkuð. Þetta var fyrsta skiptið sem ungmennaráðin funda saman.
21. febrúar 2023
Starfsemi Ungmennabúða UMFÍ stöðvast tímabundið
Rakaskemmdir og jákvæðar niðurstöður varðandi myglu hafa greinst í húsnæði Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni og hefur verið ákveðið að stöðva þar alla starfsemi á meðan unnið verður að úrbótum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu langan tíma starfsemin mun liggja niðri.
20. febrúar 2023
Þrír sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024
Þrír sambandsaðilar UMFÍ sóttu um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024. Þetta eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Ungmennafélagið Þróttur Vogum og Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH). Mótið var haldið síðast í Borgarnesi og fer næst fram í júní í Stykkishólmi.
16. febrúar 2023
Sjálfboðaliðar heiðraðir á aðalfundi Keflavíkur
Kára Gunnlaugssyni var veitt gullheiðursmerki á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags sem fram fór í gærkvöldi. Hann er einn af stofnendum félagsins og er að hætta í stjórn eftir um 30 ár. Fjórir sjálfboðaliðar fengu starfsmerki UMFÍ, einn hlaut starfsbikar og annar silfurheiðursmerki.
16. febrúar 2023
Skemmtisólarhringur
Ert þú á aldrinum 18 - 25 ára? Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir svokölluðum Skemmtisólarhring með hellings hópefli og stuði dagana 3. - 4. mars nk.
09. febrúar 2023
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50 sumarið 2024?
Landsmót UMFí 50+ er brakandi hresst mót fyrir fólk yfir miðjum aldri. En auðvitað er líka hægt að hafa opið fyrir þátttakendur á öllum aldri. En nú er farið að styttast í að sækja um að halda mótið. Frestur er til morgundags að smella í umsókn.
07. febrúar 2023
Æskulýðsvettvangurinn býður upp á hinseginfræðslu
Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir hinseginfræðslu miðvikudaginn 8. febrúar. Þetta er mikilvægt námskeið fyrir fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi og er fræðsla í hinsegin málum grundvöllur til þess að draga úr fordómum og mismunum.
06. febrúar 2023
Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir
Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics og Háskólinn í Reykjavík efna til málþings um keppnisíþróttir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu. Málþingið verður laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík og er það opið öllum.